OUR NEW SITE IS

Könnun á lekum gluggum og hurðum:
Við aðstoðum við uppsetningu á 
verkefna- og gæðastjórnunarkerfi í Share Point

 

Share Point er afar öflugur en einfaldur hugbúnaður sem auðvelt er að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að útbúa sitt eigið verkbókhald og/eða gæðastjórnunarkerfi.

Share Point er hluti af Office 365 for small business og því leggst enginn viðbótarkostnaður við hugbúnaðarkaup hjá þeim sem þegar hafa keypt sér aðgang að word og excel þar í gegn. 

 

Aðstoð eins og nafnið gefur til kynna býður einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja nýta sér kosti Share Point, aðstoð til að koma sér upp verkefna- og gæðastjórnunarkerfi sem er sniðið algjörlega að þeirra eigin forsendum og þörfum.

Það er hægt og skynsamlegt að byrja smátt og bæta síðan við í samræmi við þróun og þarfir rekstursinns.

 

Hjá Aðstoð er hægt að fá að skoða hugmyndir af mismunandi útfærslum af verkefna- og gæðakerfum fyrir iðnmeistara, byggingastjóra og stærri fyrirtæki.

 

Með slíku kerfi er auðvelt að:

 • halda utan um aukaverk og breytingar.

 • gera verkáætlanir

 • gera mannafla- og tækjaáætlanir

 • gera innkaupaáætlanir

 • halda rafrænar fundargerðir

 • útbúa gátlista eftir þörfum

 • halda skrá um verkfæri og staðsetningu þeirra

 • halda utan um réttindi starfsmanna

 • skrá og flokka frábrigði

 • hafa sjálfvirka vöktun á mikilvægum dagsetningum

 • senda verkbeiðnir og tilkynningar á starfsmenn

 • veita aðgang að gögnum í stað þess að senda tölvupóst

 • vinna í sömu skrá eða skjali yfir netið

 

Með Share Point er ótrúlega einfalt og fljótlegt að flokka og sía skjöl og skrár til að finna gögn og upplýsingar.

Ferdinand Hansen Sími: 822-1664  -  Netfang: ferdinand@efo.is

STAY TUNED!

 
Þjónusta AÐSTOÐAR

AÐSTOÐ býður iðnmeisturum, byggingarstjórum og fyrirtækjum sem ekki búa yfir sérþekkingu á verkefna- og gæðastjórnun, hjálparhönd við dagleg störf.
Með því móti geta stjórnendur aukið tekjum með því nýta tíma sinn og starfsmanna sinna til ábatasamari verka.

AÐSTOÐ býður afnot af gæðastjórnunar- og verkbókhaldskerfi í Share Point eða aðstoðar við uppbyggingu  frá  grunni ef viðkomandi á eigin aðgang að SharePoint hjá Microsoft.

AÐSTOÐ býður mismunandi útfærslur á þjónustusamningum á föstum verðum varðandi daglega þjónustu og vinnu við tiltekin viðvik fyrir viðkomandi viðskiptavini.

Eftirfarandi dæmi sýna grunn úr slíkum þjónustusamningum.

AÐSTOÐ VIÐ AÐ:

 • setja upp eða leigja aðgang að gæðastjórnunarkerfi fyrir

  • iðnmeistara​

  • byggingarstjóra

  • verktaka og önnur fyrirtæki

 • útbúa rafræna skráningarlista til úttekta og eftirlits

 • útvega eða útbúa nýja gátlista, eyðublöð og ýmis sniðmát til daglegrar notkunar og koma þeim á réttan stað inn í kerfið til síðari daglegrar notkunar.

 • nálgast kerfið með einfaldasta hætti í tölvum og síma.

 • uppfræða starfsfólk um hugmyndafræði og notagildi gæðastjórnunar.


Einnig getum við aðstoðað þá sem nota önnur kerfi svo sem dæmi yfir verklagsreglur, eyðublöð og gátlista við að koma því efni fyrir á réttum stöðum í eigin kerfi.

.

-