OUR NEW SITE IS

AÐSTOÐ býður þjónustu á ýmsum sviðum verkefna- og framleiðslustjórnunar.

Hjá okkur er þekking og áratuga reynsla í verkefna- og framleiðslustjórnun, eftirliti, úttektum, fræðslu og námskeiðshaldi, uppbyggingu gæðastjórnunar og verkbókhalds.

AÐSTOÐ býr yfir mikilli þekkingu á kröfum byggingarreglugerðar, IST-30, ISO 9001 og CE merkingu á byggingarvörum.

Við aðstoðum lítil og meðalstór fyrirtæki við stefnumótun, markmiðasetningu og uppsetningu á aðgerðaáætlun til að ná markmiðum sínum.

AÐSTOÐ býr yfir þekkingu og færni til aðstoðar, kennslu og leibeininga varðandi tölvunotkun og almennan hugbúnað á ofangreindum sviðum.

Einstaklingum og fyrirtækjum stendur til boða kennsla og aðstoð við að útbúa eigið verkbókhald, m.a. í Share Point, á eigin forsendum og með lágmarks kostnaði.


Share Point er afar öflugur en einfaldur hugbúnaður þar sem einstaklingar, eftir þátttöku í stuttu námskeiði og með smá aðstoð geta hannað og útbúið sitt eigið verkbókhald og gæðastjórnunarkerfi svo til án takmarkana.

Share Point er hluti af Office 365 for small business og því leggst enginn viðbótarkostnaður á hjá þeim sem hafa þar aðgang.

Ferdinand Hansen Sími: 822-1664  -  Netfang: ferdinand@efo.is

STAY TUNED!

 

Þjónusta og þjónustusamningar.

AÐSTOРer fyrirtæki sem býður iðnmeisturum, byggingarstjórum og fyrirtækjum sem ekki búa yfir sérþekkingu á verkefna- og gæðastjórnun hjálparhönd við dagleg störf.
Með því móti geta viðkomandi sparað eða aflað aukinna tekna með því nýta tíma sinn og starfsmanna sinna til ábatasamari verka.

AÐSTOРbýður afnot af gæðastjórnunar- og verkbókhaldskerfi í Share Point eða aðstoðar við uppbyggingu  frá  grunni ef viðkomandi á eigin aðgang að SharePoint hjá Microsoft.

AÐSTOРgetur boðið mismunandi útfærslur á þjónustusamningum á föstum verðum varðandi daglega þjónustu og vinnu við tiltekin viðvik fyrir viðkomandi viðskiptavini.

Eftirfarandi dæmi sýna grunn úr slíkum þjónustusamningum.

  • tekið á móti gögnum sem varða tiltekið verk og vistar niður í verkbókhald viðkomandi.

  • svarar fyrirspurnum í tölvupóstum í samráði við viðkomandi og sendir til baka.

  • útvegað eða útbúið nýja gátlista, eyðublöð og ýmis sniðmát til daglegrar notkunar og þeim komið inn á réttan stað inn í kerfið til síðari daglegrar notkunar.


Einnig getum við lagt þeim ýmislegt til sem eru að nota önnur kerfi svo sem dæmi um verklagsreglur, eyðublöð og gátlista og aðstoðað þá við að koma því fyrir á réttum stöðum í eigin kerfi.

.