top of page

Ajour

Við hjá Aðstoð höfum sjálfir unnið með forritið Ajour í þrjú ár og þekkjum því þennan hugbúnað út og inn og getum aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki til að nota og nýta Ajour betur.

Ajour er frábært forrit til að gera úttektir á verkstað, skrá athugasemdir, gera skýrslur, senda verkbeiðnir, vista og nálgast teikningar, allt í gegnum símann sinn.

Í Ajour er hægt að vista teikningar og önnur gögn sem iðnmeistarar og byggingarstjórar þurfa að hafa aðgang að og varðveita samkvæmt Lögum um mannvirki.

Öll vinnsla í Ajour er á netinu og því er mjög auðvelt að aðstoða viðkomandi yfir netið, það sparar tíma og fyrirhöfn þegar þannig er hægt er að veita aðstoð strax og hennar er þörf.

Fyrir þá sem vilja nýta tíma sinn betur við fagleg störf í stað þess að róta í skjölum og skrám geta fengið aðstoð hjá okkur við að koma gögnum inn í Ajour, útbúa gátlista, skrá nýja aðila inn í kerfið og annað sem krefst tíma sem hjá mörgum er betur varið til að afla tekna með vinnu á eigin fagsviði.

bottom of page