Gæðastjórnunarkerfi
Við bjóðum iðnmeisturum, byggingarstjórum og verktökum aðstoð við að koma sér upp miðlægu gæðastjórnunarkerfi.
Við bjóðum jafnframt aðstoð við daglega skjala- og skráavistun fyrir þá sem vilja frekar nota tíma sinn til að búa til tekjur með því að stunda sitt fag eða nota meiri tíma með fjölskyldunni í stað þess að eyða tímanum fyrir framan tölvuna.
Þú getur sent okkur tölvupósti eða látið verkkaupa, verslanir og aðra birgja senda okkur tölvupóst með vottunum, tæknilýsingum, teikningum og öðru sem viðkemur verkunum þínum og við komum þeim fyrir á réttum stöðum í kerfinu.
Við getum lagt til endalaust úrval af eyðublöðum svo sem gátlista, samninga, öryggis- og heilbrigðisáætlun, áhættumat og ýmislegt fleira gagnlegt.
Við getum aðstoða þig við að koma þér upp gæðastjórnunarkerfi með ýmsum hætti. Við getum boðið þér samdægurs gegn mánaðarlegri greiðslu aðgang að sérsniðnu gæðastjórnunarkerfi fyrir iðnmeistara og byggingarstjóra. Þú þarft bara að senda okkur mynd af meistarabréfinu og öðrum gögnum sem varða réttindi þín og við getum fengið úttekt og viðurkenningu HMS á kerfinu.
Síðan setur þú jafnóðum og verkinu sem þú ert að vinna miðar áfram gögn inn í kerfið eða sendir okkur gögnin í tölvupósti og við komum þeim á rétta staði inn í kerfið. Ef þig vantar að láta skanna gögn til að setja inn í kerfið þá er það minnsta mál.
Við getum einnig aðstoðað þig sem iðnmeistara eða byggingarstjóra við að koma þér upp eigin gæðakerfi í SharePoint sem er hluti af Office 365 for small busniess frá Microsoft.
Ef þú hefur þörf fyrir word og excel er hægt að bæta því við sem hluta af kerfinu ásamt netfangi með nafninu þínu og endingunni @efo.is eða léninu þínu eftir því hvort þú viljið leigja þér aðgang að Share Point eða kaupa þinn eigin aðgang.
Fyrir fyrirtæki sem vilja koma sér upp öflugu verkbókhaldskerfi teljum við SharePoint vera réttu lausnina þar sem fyrirtækin geta, algjörlega á eigin forsendum og með lámarks kostnaði sérsniðið kerfið að eigin þörfum frá degi til dag.
Án mikillar vinnu eða útlags kostnaðar er hægt að láta slíkt rekstrarbókhald í Share Point þróast algjörlega í takt við vöxt og þróun fyrirtækisins. Við getum aðstoðað við kaup og uppsetningu á SharePoint.
Ef þú hefur áhuga þá eigum við sýnishorn af ýmsum útfærslum á gæðastjórnunarkerfum og viljum gefa þér verðtilboð út frá gefnum forsendum.
Dæmi um gæðastjórnunarkerfi í SharePoint
- Einföld útgáfa