top of page
sharepoint.png

Share Point

Office 365 for small business er safn af smáforritum. Þeirra þekktust eru líklega Word, Excel og Powerpoint.
En það fylgir meira með í kaupunum af mjög svo gagnlegum smáforritum svo sem Form, Teams,  OneNote, Planner Sway, Share Point og fl.

Share Point er einstakt fyrirbrigði sem býður upp á óendanlega möguleika til að móta t.d. eigið rekstrarbókhald og gæðastjórnunarkerfi algjörlega að eigin þörfum.

Share Point býður endalausa möguleika á rafrænum skráningum í stað skráninga á excel og word skjöl sem gerir leit að upplýsingum einfaldari og fljótlegri. 
Auk þess fáum við margfalt betri yfirsýn yfir innihald og þar með úrlestur úr allri skýrslugerð svo sem dagbókarhaldi, fundargerðum tímaskráningum, aukaverkaskýrslum og öðru sem þarf að prýða gott rekstarabókhald.

Það má benda á að IÐAN fræðslusetur býður upp á 16 tíma námskeið í SharePoint þar sem þátttökugjald er aðeins brot af því sem áður hefur verið boðið upp á hér á landi. Á námskeiði IÐUNNAR fræðsluseturs útbýr nemandinn raunverulegt rekstrarbókhald fyrir eigin rekstur.

Við bjóðum aðstoð við Share Point eftir þörfum, allt frá því að byggja kerfi frá grunni að því að kenna viðkomandi að verða sjálfbjarga við uppbyggingu, þróun og viðhald á eigin kerfi. Þannig geta fyrirtæki aukið þekkingu eigin starfsmanna til að koma sér upp og viðhaldið sérsniðnu og öflugu rekstrar- og verkbókhaldi á aðeins brotabroti af kostnaði við kaup á almennum forritum og meðfylgjandi sérfræðiþjónustu.

Í Share Point geta fyrirtækin boðið öllum sínum starfsmönnum aðgang að Office 365 á misjöfnum forsendum, allt frá því að hafa bara aðgang að SharePont án aukakostnaðar yfir í að kaupa aðgang að Office pakkanum með Word, Excel og fl. og bæta síðan við Project, Visio og fl. ef þörf er á.

Þeir sem eiga eða ætla að kaupa eigið lén geta tengt það við Office 365 og fengið tölvupóstinn sinn með eigin nafni og lén endingunni á eftir @ merkinu.

Ef áhugi er að fá kynningu á SharePoint og skoða ýmsa möguleika á útfærslum verkefna- og gæðastjórnunarkerfa án endurgjalds má hafa samband við ferdinand@efo.is

.

.

bottom of page