Öryggismál
Allir sérfræðingar Aðstoðar hafa starfað sem öryggisstjórar hjá stórum og eða meðalstórum fyrirtækjum og hafa mikla reynslu í gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar ásamt útfærslu á hættumati og áhættugreiningu.
Í fórum okkar eigum við ýmis sniðmát sem koma viðskiptavininum til góða þar sem það einfaldar vinnu og heldur kostnaði í lámarki.
Reglubundnar og markvissar öryggiseftirlitsferðir á vinnustaði hvort sem þeir eru staðbundnir eða tímabundir eru hluti af góðu öryggisumhverfi.
Við tökum að okkur slíkt reglubundið eftirlit á föstu verði, allt eftir umfangi vinnustaða og skilum myndrænni skýrslu til stjórnenda.
Við þekkjum vel TR mælirinn og Elmeri sem er finnsk ættuð aðferðafræði þar sem lögð er áhersla á jákvæða nálgun á öryggiseftirliti.
Það má sækja leiðbeiningar hér að neðan með því að smella á: